Ég tók áskorun FÍT ( Félags íslenskra teiknara) um að taka yfir Instagram-ið þeirra í viku. Ég notaði tækifærið til að pósta aðallega efni úr skúffinni, efni sem hefur orðið til án kúnna, með undantekningunni FX Iceland. Óhjákvæmilega leitar Covid-19 á mann og það verður bara að bregðast við því.
Ártal er tilraun til að skapa fjölskylduhefð. Svona eins konar mini Times Square ártal í stofunni sem breytt er á slaginu miðnætti á gamlárskvöld og svo skálað á eftir.