2007 var ráðist í endurhönnun á merki FIT og heildarútliti í framhaldi af því. Haldið var í áður ákveðna hluti í merkinu s.s. merkinguna á bak við það og skilgreinda liti þess. Valið var sterkt einkennandi letur fyrir allt kynningarefni, auglýsingar og vef. Verkefnið var unnið í samstarfi við Object.
Fréttabréf FIT
Hannað var „template“ fyrir fréttablað FIT sem gefið er út tvisvar á ári. 1. maí útgáfan fékk sérhannaða forsíðu.
Merkið er ýmist notað með eða án texta en það fer eftir því í hvaða samhengi það birtist.
Strax á fyrstu metrunum var farið í ljósmyndatöku samkvæmt fyrirliggjandi mótun. Ljósmyndari var Sveinn Speight og módelin félagsmenn í FIT.