Sæflúr vinnustofu POPUP í desember
Sæflúr tekur yfir vinnustofuna í desember!
Skissur, prufur, mynstur, vörur og pælingar á Grettisgötu 3a.
Þetta er litla vinnustofan mín í miðbænum og þú mátt endilega kíkja í heimsókn, spjalla og sjá Sæflúr í sínu náttúrulega umhverfi.
Opnunartímar?
Ég er á vinnustofunni flesta daga og því mjög, mjög oft opið — og bý rétt hjá.
Ef hurðin er opin → komdu inn!
Ef þú vilt vera örugg(ur) með heimsókn eða hittir lokaðar dyr → hringdu eða sendu sms: 863 8765
📍 Staðsetning: Grettisgata 3a
(Inngangur merktur SÆFLÚR / POP-UP)
Kíktu í heimsókn og heilsaðu upp á — þú ert afar velkomin(n)