Bragur í EPAL – Velkomin
Bragur er postersýning með verkum í nýrri framsetningu.
Sýningin stendur 12.–27. febrúar 2026.
Gallerí EPAL
Laugavegi 7 (neðri hæð)
Opið
Mán. – fös. 10–18
Laugardaga 10 – 18
Sunnudaga 11 – 18.
Bragur er postersýning þar sem athyglisverð form og smáatriði úr íslensku byggðu umhverfi eru sett í nýtt samhengi.
Verkin eiga uppruna sinn í hönnun frímerkja um íslenskan arkitektúr, en eru hér unnin áfram og sett fram sem sjálfstæð heild. Höfundur vinnur bæði með heildarmyndir og brot úr byggingum og leitast við að draga fram sérkenni, óvænt sjónarhorn og stemningu.
Myndirnar eru teiknaðar með fáum, hreinum litum þar sem hreinleiki ræður ferðinni.